Áskorun um gjaldfrjálsan grunnskóla

Námsgögn gjaldtaka 2016

Heimili og skóli hvetja alla foreldra grunnskólabarna til að skrifa undir undirskriftasöfnun Barnaheilla til að þrýsta á um að réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar verði virt og innkaupalistar verði aflagðir. Kostnaður barnafjölskyldna við kaup á skólagögnum getur numið tugum þúsunda.

Eftir að Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013 gilda ákvæði hans sem lög hér á landi. 28. grein sáttmálans kveður á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds og 2. greinin gegn mismunun svo sem vegna efnahags foreldra.

Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þess vegna er afar mikilvægt að tryggja að börnum sé ekki mismunað.

Undirskriftarlistann má finna hér: www.barnaheill.is/askorun.

Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og að öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.