Ráðgjöf

Ef þú hefur áhyggjur af einhverju varðandi skólagöngu barnsins þíns getur þú leitað til þjónustumiðstöðvar Heimilis og skóla. Við reynum að hjálpa þér við að finna heppilega leið til að leysa málið með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þú þarft ekki að segja til nafns frekar en þú vilt. Símanúmer okkar er  516-0100 (og eldra númer, 562-7475, virkar ennþá). Við erum við símann kl. 9 – 12.

Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn í tölvupósti:  heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

 

Aðaláherslur í starfseminni eru þessar:

  • að veita foreldrum / félagsmönnum stuðning og liðveislu og miðla upplýsingum til foreldra svo að þeir geti betur sinnt uppeldi barna sinna og skólagöngu þeirra
  • að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld og vinna að því að auka áhrif foreldra á skólastarf.
  • að efla starf foreldrafélaga og leggja þeim lið svo að þau verði sem virkust þannig að foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu.

Þjónusta Heimilis og skóla felst einkum í eftirfarandi:

  • að veita foreldrum/félagsmönnum stuðning og liðveislu til að þeir geti axlað uppeldishlutverk sitt
  • að miðla upplýsingum til foreldra svo þeir séu betur í stakk búnir til að taka þátt í mótun skólasamfélagsins
  • að efla starf foreldrafélaga svo þau verði sem virkust og foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu
  • að efla starf foreldraráða svo þau geti veitt skólum og skólayfirvöldum virkt og uppbyggjandi aðhald
  • að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld þegar teknar eru ákvarðanir sem varða skóla- og uppeldismál
  • að standa, ein eða í samvinnu við fleiri aðila, að verkefnum og vinnu sem stuðlar að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga og bættum hag fjölskyldna
  • að undirbúa stofnun foreldrafélaga við framhaldsskóla landsins